Norðurljós
Norðurljós

Norðurljós

Sitjandi: 300 manns

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.

Salurinn er hin fullkomna umgjörð utan um ýmis konar viðburði og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Þar má nefna tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og brúðkaup með sitjandi gestum, standandi veislur og móttökur.

Salurinn er útbúinn sérhönnuðum ljósabúnaði sem er hægt að stilla í ýmsum litbrigðum og búa þannig til þá stemningu sem óskað er eftir. Sviðið er færanlegt sem gefur margskonar möguleika. Tvennar hljóðeinangraðar dyr tengja Norðurljós og Silfurberg þannig að mögulegt er að samnýta salina fyrir stærri viðburði.

Hafðu samband: catering@khveitingar.is eða í síma 519 9771.